
Parketslípun og lökkun
Öll almenn parketþjónusta
Við elskum parket!
Við hjá Alparket tökum að okkur alla almenna vinnu við parketslípun og parketlögn, hvort sem þarf að leggja nýtt, olíubera, bæsa eða lakka parket. Við slípum upp gömul parketgólf og lökkum eða olíuberum þau þannig að þau fái nýtt og frískara útlit. Parketslípun er frábær og hagkvæm leið til að færa nýtt líf í eldri gólf.
Parketslípun er nánast ryklaus aðgerð. Ryk safnast saman í poka tengda við sérstaka ryksugu.
Notum umhverfisvæn efni fyrir parket og slípun sem eru mjög lyktarlítil.
Hægt að ganga á parketslípuðu gólfinu 8 tímum eftir lökkun.
Hafðu samband
Sími: 777-5239
Netfang: alparket@alparket.is
Heimsæktu okkur á Facebook
Við heimsækjum þig á heimili þínu eða húseign.
Metum ástand gólfflatarins í samræmi við þínar óskir og komum með hugmyndir og ráðleggingar til þess að ná því besta fram úr þínu gólfi.
Hvert gólf er einstakt og frábrugðið og því þarf að skoða hvert gólf sérstaklega og meta möguleika.
Nýtt parket er ekki alltaf ódýrt og það er í undantekningartilfellum að það svari ekki kostnaði að lagfæra gólf og parketslípa þannig að það gæti borgað sig að heyra í okkur!
Að olíubera parket
Olíuborið parket er mattara og mýkra en lakkað parket. Margir kjósa olíuborin gólf því þau eru hlýleg og viðhald þeirra einfalt.
Olían er skafin, dregin á eða hellt á gólfið. Hún er svo pússuð á gólfinu þannig að fallegur milliglans myndast.
Yfirleitt eru bornar tvær til þrjár umferðir af olíu á nýslípuð gólf.
Gott er að viðhalda gólfinu með olíuburði einu sinni á tveggja ára fresti ef um heimili er að ræða, en viðhaldið fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikill ágangur er á gólfinu.
Parketlökkun
Hægt er að velja milli þriggja tegunda af lakki fyrir parket: Vatnsleysanlegt lakk, olíulakk og þynnislakk, þó olíulakk sé sjaldan notað á parket.
Bornar eru tvær til þrjár umferðir á nýslípað gólf en umferðafjöldinn fer eftir álagi á gólfið.
Vatnsleysanlega lakkið er náttúruvænst og verður trúlega allsráðandi í framtíðinni.
Bæsun á Parketi
Það er hægt er að lita parket með því að bæsa það. Eik er t.d. hægt að lýsa eða dekkja með bæsi.
Allmargir litir eru fáanlegir en hvíti og svarti liturinn hafa verð mjög vinsælir að undanförnu.
Bæsið er borið á með gærupúða eða tusku eins og liggur í viðnum eða notuð er eins diska hringsnúningsvél.
Gólfdúkapússun
Bjóðum nú upp á pússun gólfdúka. Línóleum dúkar, PVC gólfefni, Gúmmí dúkar, Vínyl dúkar og vínil parket. Við höfum t.d. pússað upp áratuga gamla dúka í íþróttahúsi og skrifstofuhúsnæði sparað með því mikla fjármuni og rask.

Bona fagmaður
Bona® er líklega eitt þekktasta merki heims þegar kemur að parket, öðrum gólfefnum og vörum tengdum þeim.

Traustur samstarfsaðili
Erum í nánu samstarfi við Gólfefnaval sem hefur sérhæft sig í parket- og margskonar öðrum gólfefnum frá 1997.

Félag íslenskra parketmanna
Alparket er stoltur aðili að fagfélagi íslenskra parketmanna. Félagasamtök sem snúast fagmennsku við parketslípun, parketlagningu, lökkun og öllu öðru sem snýr að vinnu með parket.
Hér er fagmenskan í fyrirrúmi og vandað til verka. Greinilegt að metnaður er mikill og allt stendur eins og stafur í bók. Parketið eins og nýtt eftir parketslípun og þetta kostaði brot af því sem ég annars hefði þurft að leggja út fyrir alveg nýju.
Ég hélt að gólfið væri ónýtt. En þeir komu frà Alparket, parketslípuðu upp allt gólfið og settu nýtt lakk yfir. Gólfið varð eins og nýtt, fyrir brot af þvi sem það hefði kostað að leggja nýtt.